Fréttir

Líf og fjör á sjávarútvegssýningunni í Kópavogi

Þjónustuflokkur:

Aðrir þjónustuflokkar

Sjávarútvegssýningin er nú í fullum gangi. Matís er þátttakandi og ekki bara á sýningunni heldur tók Matís auk þess þátt í ráðstefnu um fullnýtingu fisks en ráðstefnan fór fram í gær. Matís heldur auk þess utan um ráðstefnu um sjávarbyggðir, smábátaveiðar og byggðaþróun við N-Atlantshaf sem fram fer á morgun.

Á bás Matís, C50, var í gær boðið upp á krabbaborgara frá fyrirtækinu Walk the plank. Óhætt er að segja að borgarinn hafi slegið í gegn á meðal þeirra fjölmörgu sem smökkuðu.

Í dag kl. 14 verður svo boði upp á ómega-3 bættan plokkfisk a la Grímur kokkur. Grímur kokkur er landsþekktur framleiðandi hollustu úr hafinu og ætti enginn að missa af þessari kynningu.