Fréttir

Lífið er saltfiskur: Ábyrgur sjávarútvegur

Þjónustuflokkur:

Aðrir þjónustuflokkar

Festa – miðstöð um samfélagsábyrgð kynnir morgunfund. Á fundinum verður íslenskur sjávarútvegur skoðaður út frá aðferðafræði samfélagsábyrgðar (e. Corporate Social Responsibility).

Hvenær: Miðvikudaginn 26. mars 2014, kl. 8.30 til 10.00 (heitt á könnunni frá kl. 8.00)
Hvar: Grand Hótel Reykjavík
Verð: 1.500 kr félagsmenn Festu og 2.700 kr. aðrir

Fylgist með: #samfélagsábyrgð

Á fundinum verður íslenskur sjávarútvegur skoðaður út frá aðferðafræði samfélagsábyrgðar (e. Corporate Social Responsibility).  Fyrirtæki út um allan heim hafa undanfarið í auknum mæli innleitt ábyrga starfshætti með markvissum hætti. Lögð er áhersla á sameiginlegan ávinning fyrir fyrirtæki og samfélagið. Undirstrikað er hvað fyrirtæki gera til að hafa jákvæð áhrif á umhverfi sitt og samfélag, en jafnframt er horfst í augu við áskoranir þeirra og tækifæri til úrbóta.

Skráning: Skráðu þig hér

Fimm framsögumenn varpa ljósi á málefnið:

  • Samfélagsábyrgð frá krók og uppá disk – Ketill Berg Magnússon, Festa – miðstöð um samfélagsábyrgð
  • Sjálfbærnistaðlar í sjávarútvegi – Gísli Gíslason, Marine Stewardship Council (MSC)
  • Iceland Responsible Fisheries – Guðný Káradóttir, Íslandsstofa
  • Ábyrg matvælaframleiðsla – Sveinn Margeirsson, Matís
  • Ábyrgð sjávarútvegsins – Kolbeinn Árnason, LÍU

Pallborðsumræður að framsögum loknum

Fundarstjóri: 

Karen Kjartansdóttir, upplýsingafulltrúi LÍÚ

Meira:

IS