Fréttir

Lífríki undir 300 metra þykkum ís Skaftárkatla

Þjónustuflokkur:

Aðrir þjónustuflokkar

Fyrir stuttu birtust niðurstöður rannsóknar sem starfsmenn Matís tóku þátt í, m.a. ásamt bandarísku geimferðastofnuninni (NASA), að rannsaka lífríki í Skaftárkötlum.

Þarna eru fyrstu upplýsingar um lífríki Skafárkatla sem er undir 300 m þykkum ís.  Þessi grein lýsir lífríkinu í vestari katlinum en verið var að rannsaka nú lífríki í eystri Skaftárkatli en þeir eru tveir og Skaftárhlaup koma frá þeim. 

Rannsóknin er hluti af verkefninu „Leyndadómar Skaftárkatla“.

Til að greina fjölbreytileika lífríkisins var 454 FLX raðgreini notaður en Matís hefur slíkan búnað í húsnæði sínu í Reykjavík. Með þessum búnaði er hægt að skoða fjölbreytileika örvera mun betur og hraðar en áður.

Nánari upplýsingar veitir ViggóMarteinsson, viggo.th.marteinsson@matis.is.

Auk þess má sjá upplýsingar um greinina hér.