Fréttir

Mælingar á vatni í lýsi, ný aðferð hjá Matís

Vatn í lýsi er ein af gæðamælingum í hrálýsi fyrir útflutning á lýsi og hefur verið mæld hjá Matís og áður Rf (Rannsóknastofnun fiskiðnaðarins) í meira en 40 ár. Gamla mælingin byggði á eimingu með tolueni og mælingin tók 2-3 klukkustundir alls, en toluen er hvimleitt efni bæði hættulegt heilsu manna og umhverfi og þess vegna til mikils að vinna að losna við þessa mælingu.

Á síðasta ári var tekin í notkun önnur aðferð sem er fljótlegri og unnið er í lokuðu kerfi þar sem starfsmenn þurfa ekki að komast í tæri við hættuleg efni. Þetta er Karl-Fisher títrun með sjálfvirkum títrator (sjá mynd). Mælingin tekur mun styttri tíma og er hættu minni bæði fyrir starfsfólk og umhverfið auk þess er þetta liður í sjálfvirknivæðingu rannskóknastofunnar. Hægt er að mæla með mun meiri nákvæmni en áður hefur verið og meiri næmni. Þá er einnig hægt að mæla í öðrum vökva en lýsi með þessu tæki og venjulega er um að ræða ef óskað er vatn mælist ekki í miklu magni. Mælingin hentar best til mælinga á vatnsmagni frá 0,1%-1%.

IS