Fréttir

Málþing Erfðanefndar landbúnaðarins – Matís með erindi

Erfðaauðlindir íslenskra ferskvatnsfiska – verðmæti og hættur. Málþing Erfðanefndar landbúnaðarins í tilefni af ári líffræðilegrar fjölbreytni fer fram í Þjóðminjasafni Íslands frá kl. 13-16, föstudaginn 26. nóv. nk.

Fundarstjóri:  Skúli Skúlason Rektor Háskólans á Hólum

Dagskrá

13:00-13:05   Skúli Skúlason rektor Háskólans á Hólum,  Setning málþings

13:05-13:25 Áslaug Helgadóttir, prófessor við LbhÍ     Gildi erfðaauðlinda í landbúnaði  nýting þeirra og varðveisla.

13:25-13:45 Kristinn Ólafsson, MATÍS/Veiðimálastofnun    Stofngerðir íslenska laxins.

13:45-14:05   Leó Alexander Guðmundsson, Veiðimálastofnun    Erfðabreytileiki laxins í Elliðaánum í tíma og rúmi.

14:05-14:25   Bjarni Kr. Kristjánsson, Háskólinn á Hólum   Fjölbreytileiki bleikju.

14:30-16:00   Pallborðs umræður

Markmið málþingsins er að kynna nýjustu þekkingu á erfðum íslenskra laxfiska með hliðsjón af veiðinýtingu og umgengni við auðlindina. 

Allir velkomnir, aðgangur ókeypis.

IS