Fréttir

Málþing MARIFUNC á Íslandi 19. mars nk

Þann 19. mars nk. á Hótel Hilton-Nordica mun 2. málþing MARIFUNC fara fram. Skipuleggjandi málþingsins er Matís.

Um er að ræða hálfs dags málþing þar sem farið verður yfir þau vísindalegu gögn sem til eru um sjávarfang og heilsu, notkun og gæði fitu úr sjávarfangi og próteina úr sjávarfangi til framleiðslu á markfæði (functional foods) og hver viðbrögð neytenda eru við markfæði úr sjávarfangi.

Dagskrá málþingsins:

Hvað: 2 málþing Marifunc verkefnisins um Sjávarfang og heilsusamleg efni – Hver er staða mála gagnvart neytendum og fyrirtækjum?’
Hvenær: 19. mars 2009, 8.30 – 12.45
Hvar:  Hótel Hilton-Nordica. Suðurlandsbraut 2, Reykjavík.  Fundarsalur  E.

Skráning: senda þarf tölvupóst á Marifunc.registration@matis.is. Fram þarf að koma nafn þátttakanda, netfang og hvaðan þáttakandinn er (borg/land). Einnig er hægt að skrá sig á staðnum. Aðgangur er ókeypis.
Skráningarfrestur: þriðjudagur 17. mars.

Bakgrunnur málþingsins:
Á málþinginu verður farið yfir rannsóknir um áhrif sjávarfangs og efnisþátta í sjávarfangi á heilsu.  Einnig verður fjallað um notkun og gæði feitmetis og próteina sem notuð eru sem efnisþættir í fæðubótarefni og markfæði.  Erindin á málþinginu byggja að niðurstöðum verkefnisins Nordic Network for Marine Functional Food (MARIFUNC)  á vegum Norrænu nýsköpunarmiðstöðvarinnar. Málþingið er skipulagt af Matís ohf. (www.matis.is) og Rannsóknastofu í næringarfræði (www.rin.hi.is).

Dagskrá (öll erindi verða á ensku):8.30 Skráning og kaffi
9.00  Opnun og kynning. Sjöfn Sigurgísladóttir,  forstjóri Matís ohf., Ísland.
9.10  Kynning á  MARIFUNC. Joop Luten, Coordinator MARIFUNC, Nofima Marine, Noregur.
9.25 Sjávarfang og heilsa- Hvað er  að frétta ? Alfons RamelRannsóknastofu í næringarfræði, Háskóli Íslands, Landspítali.
10.25 Kaffihlé
10.45 Áskoranir við notkun  fitu úr sjávarfangi í markfæði og fæðubótarefni.  Nina Skall Nielsen , DTU Aqua, Danmörk
11.30 Fiskprótein og peptíðvörur- vinnsluaðferðir, gæði og vinnslueiginleikar. Guðjón Þorkelsson/ Hörður Kristinsson,  Matis ohf., Ísland.
12.15 1-2-3-4 Heilsa. Ola Eide, Olivita, Noregur.
12.35 Málþingslok

Hér er áhugaverður tengill um efni málþingsins.

Frekari upplýsingar veitir Guðjón Þorkelsson, sviðsstjóri, gudjon.thorkelsson@matis.is.

IS