Fréttir

Marningskerfi

Þjónustuflokkur:

Aðrir þjónustuflokkar

3X Technology á Ísafirði fékk á sl. ári styrk frá AVS sjóðnum til að þróa nýjan búnað til að vinna marning úr aukaafurðum. Megin áherslan er lögð á að ná fiskholdi af hryggjum án þess að marningurinn mengist blóði.

Verkefnið er unnið í samstarfi við Matís ohf og Hraðfystihúsið Gunnvör hf og er markmið verkefnisins að vinna marning úr aukaafurðum svo sem hryggjum og öðrum afskurði sem til fellur við bolfiskvinnslu. Hannaður verður vélbúnaður sem tekur mið af því að hámarka bæði gæði og nýtingu hráefnisins.

Náðst hefur að framleiða ljósan marning með staðlað vatnsinnihald með því að þvo marningin í sérhannaðri þvottatromlu og til þess að minnka vatnsinnihaldið þá er marningurinn keyrður í gegnum marningspressu þar sem umfram vatnsmagn er pressað úr marningnum.

Á myndinni má sjá nýja tækið frá 3X Technology á ísafirði en það samanstendur af þvottatromlu og marningspressu. Verkefninu lýkur á þessu ári.

IS