Fréttir

Matarsmiðjan á Höfn

Nýtt samkomulag liggur fyrir um áframhald á samstarfi Matís og Sveitarfélagsins Hornafjarðar. Það felur í sér samstarf um rekstur Matarsmiðju Sveitarfélagsins Hornafjarðar og Matís – Matarsmiðjunnar – þróun og kennslu í tengslum við smáframleiðslu matvæla.

Matís hefur afhent sveitarfélagi Hornafjarðar tækin sem voru í matarsmiðjunni og hefur sveitarfélagið yfirtekið rekstur Matarsmiðjunnar sem hefur verið flutt af Álaleiru í húsnæði við Höfnina að Heppuvegi 6. Húsið er í eigu Sláturfélagsins Búa, en það þykir hentugra fyrir starfsemina en fyrra húsnæði. 

Tilgangurinn með nýju samkomulagi er:

  • Aukin nýsköpun og starfhæfni við vinnslu og sölu á matvælum.
  • Að tryggja smáframleiðendum og frumkvöðlum aðgengi að matarsmiðju, sem gerir þeim mögulegt að þróa og framleiða matvæli í viðunandi húsnæði og með búnað við hæfi.
  • Að auka starfshæfni og nýsköpun við vinnslu og sölu matvæla.
  • Að efla matarhandverk á Íslandi.
  • Að bjóða innlendum og erlendum samstarfsaðilum upp á að nýta aðstöðuna á Höfn í sínum verkefnum.
  • Efla þekkingu smáframleiðenda á svæðinu með fræðslu og námskeiðum.

Sveitarfélagið hefur auk þess samið við Nýheima Þekkingasetur um utanumhald pantana o.fl., en pantanir og óskir um notkun Matarsmiðjunnar eiga að berast á netfangið matarsmidjan@hornafjordur.is

Matís stefnir á áframhaldandi samstarf með frumkvöðlum og hagaðilum innan sveitarfélagsins Hornafjarðar á nýjum forsendum, eins og segir í samkomulaginu sem Oddur Már Gunnarsson starfandi forstjóri Matís  og Matthildur Ásmundardóttir bæjarstjóri Sveitarfélagsins Hornafjarðar undirrituðu nýlega. 

IS