Ráðstefnan Arctic Circle, Þing Hringborðs Norðurslóða var haldin í Hörpu um síðustu helgi. Ráðstefnan var fyrsti alþjóðlegi viðburðurinn sem haldinn var í Evrópu frá upphafi Covid-19 faraldursins.
Matís tók þátt í ráðstefnunni og fólst þátttakan meðal annars í panelumræðum um hið bláa hagkerfi og þá aðallega í umræðum um þau tækifæri sem felast í bláa lífhagkerfinu á norðurslóðum. Panellinn var skipulagður af Arctic Economic Council. Hann snerist um samtal um það hvernig atvinnulífið hefur komið að því að finna lausnir á ýmsum samfélagslegum áskorunum gegnum nýsköpun og verðmætasköpun.
Þátttakendur í panelnum voru:
- Bryndís Björnsdóttir frá Matís
- Leslie Canavera frá PolArctic
- Patrick Arnold frá New England Ocean Cluster
- Mads Qvist Frederiksen frá Economic Council
Umræðurnar sem fram fóru voru teknar saman í teiknaðri mynd sem sjá má hér: