Framadagar Háskólanna 2012 verða haldnir þann 1. febrúar í Sólinni í Háskólanum í Reykjavík á milli kl 11-16
Eins og áður má gera ráð fyrir mikilli þátttöku meðal nemenda þetta árið. Eru Framadagar því kjörin vettvangur fyrir fyrirtæki til að ná til framtíðar starfskrafta þjóðarinnar með því að kynna sig og sína starfsemi og ná þannig fram ákveðnu forskoti á samkeppnisaðila í kappinu um hæfasta starfsfólkið.
Að venju verður Matís með stóran bás og mun kynna starfsemi sína allan daginn. Framadagabækling 2012 má finna á heimasíðu Framadaga, www.aiesec.is/framadagar, en þar eru nokkrar skemmtilegar auglýsingar frá Matís.
Nánari upplýsingar má fá á www.aiesec.is/framadagar og hjá Jóni Hauki Arnarsyni, jon.h.arnarson@matis.is eða Steinari B. Aðalbjörnssyni, steinar.b.adalbjornsson@matis.is.
Um Framadaga
Framadagar er árlegur viðburður í háskólalífinu þar sem 35 helstu fyrirtæki landsins kynna starfsemi sína fyrir háskólanemendum. Á Framadögum verður hvert fyrirtæki með bás þar sem hægt er að fá upplýsingar um fyrirtækið og komast í kynni við starfsmenn þess. Fjöldi örfyrirlestra verða haldnir yfir daginn, kennarar úr HÍ og HR munu etja kappi í spurningakeppni og ýmislegt fleira skemmtilegt!
Markmið Framadaga er að háskólanemar geti kynnt sér fyrirtæki og aukið þar með líkur á sumarvinnu, framtíðarstarfi eða verkefnavinnu fyrir fyrirtæki. Sömuleiðis að fyrirtæki kynnist mögulegum starfsmönnum hvort sem er sumarstarfsmönnum eða framtíðarstarfsmönnum. Sannkallað stefnumót nemenda og fyrirtækja.
Strætó á vegum Framadaga Háskólanna mun ganga á milli HÍ og HR frá 10:45-16:15 og verður í boði fyrir alla og það er ekkert gjald á meðan á þessu stendur.