Framadagar Háskólanna 2014 verða haldnir þann 5. febrúar í Sólinni í Háskólanum í Reykjavík á milli kl 11-16.
Að venju verður Matís með stóran bás og mun kynna starfsemi sína allan daginn.
Nánari upplýsingar má fá á heimasíðu Framadaga og hjá Jóni Hauki Arnarsyni, mannauðsstjóra Matís eða Steinari B. Aðalbjörnssyni, markaðsstjóra Matís.

Um Framadaga
Framadagar er árlegur viðburður í háskólalífinu þar sem nokkur af helstu fyrirtækjum landsins kynna starfsemi sína fyrir háskólanemendum. AIESEC stúdentasamtökin skipuleggja Framadaga á hverju ári. Framadagar Háskólanna árið 2014 verða haldnir í Háskólanum í Reykjavík miðvikudaginn 5. febrúar frá kl. 11-16. Þar mæta nemendur allra háskóla á landinu á staðinn til að kynnast mannauðsstjórum helstu fyrirtækja landsins – og vonandi ef heppnin er með í för – sækja um vinnu.
Framadagar 2014
Þetta árið hafa 60 spennandi fyrirtæki boðað komu sínu og margir fyrirlestrar komnir á dagskrá. Hér er hægt að skoða bækling Framadaga 2014.