Fréttir

Matís á Nor-fishing

Fulltrúar Matís kynntu samanburðarverkefni um þorskveiðar og vinnslu á ráðstefnu sem haldin var af Nofima í tengslum við á sjávarútvegssýninguna Nor-fishing sem fram fór í Þrándheimi dagana 19-22 ágúst. Sýningin er jafnan vel sótt, en að meðaltali sækja hana um 20 þúsund manns. 

Sjávarútvegssýningin Nor-fishing eða Fiskerimesse eins og Norðmenn kalla hana, fór fram í Þrándheimi dagana 19-22 ágúst. Sýning þessi fer fram þar í borg annað hvert ár og sækja hana að jafnaði um 20 þúsund manns. Sýningin á sér yfir 50 ára sögu og nýta hagaðilar í Noregi, sem og annarsstaðar frá, sér hana til að kynna nýjungar og viðhalda tengslum. Nokkur íslensk fyrirtæki kynntu sínar vörur á sýningunni, má þar sem dæmi nefna Sæplast, 3X, Marel, Skaginn, Polar togbúnaður, Hampiðjan, Seigla og Trefjar.  

Fulltrúar Matís létu sig ekki vanta á sýninguna og tóku meðal annars þátt í ráðstefnu sem var partur af sýningunni. Rannsóknarstofnunin Nofima stóð fyrir ráðstefnunni og var markmið hennar að kynna hluta af þeirri vinnu sem fram hefur farið í rannsóknaráætluninni Torskeprogrammet

Torskeprogrammet hófst árið 2011 og lýkur í lok árs 2015, en heildarfjármögnun í áætlunina er 22 milljónir norskra króna (tæpar 410 milljónir ISK). Þátttaka Matís í ráðstefnunni snéri að kynningu á verkefni sem Nofima og Matís vinna nú að þar sem þorskveiðar og vinnsla í Noregi og á Íslandi borin eru saman. 

Vel á þriðjahundrað manns sóttu ráðstefnuna og á gesta var Elisabeth Aspaker, Sjávarútvegsráðherra Noregs. 

Frekari upplýsingar veitir jonas@matis.is

IS