Fréttir

Matís á „Scottish Seafood Summit“

Tengiliður

Jónas Rúnar Viðarsson

Áherslusviðsstjóri

jonas@matis.is

Seafish í Bretlandi, sem að vissu leyti er systurstofnun Matís, stóð fyrir ráðstefnu í Aberdeen í lok Mars, sem bar yfirskriftina the Scottish Seafood Summit. Þetta var í fyrsta sinn sem Seafish stendur fyrir svona viðburði í Skotlandi, en viðlíka ráðstefnur hafa virðið árlegir viðburðir í Grimsby um árabil s.k. Humber seafood summit.

Talsmönnum Seafish Þótti takast einstaklega vel með þessar ráðstefnu í Aberdeen, en um 150 manns sóttu ráðstefnuna og um 100 manns í viðbót fylgdust með beinni útsendingu á vef stofnunarinnar.

Meginumfjöllunarefnið var að sjálfsögðu Brexit og var fjallað um mögulegar afleiðingar út frá hinum ýmsu sjónarhornum. Ein málstofan var tileinkuð umræðum um hvaða áhrif Brexit geti haft á mönnun í veiðum og vinnslu (labour constraints), en sjávarútvegur í Bretlandi er töluvert háður innfluttu vinnuafli. Í þessari málstofu var meðal annars fjallað um sjálfvirkni og tækninýjungar, og þá hvaða tækifæri séu í að nýta sjálfvirkni til að koma í stað vinnuafls sem verður erfiðara að flytja inn til Bretlands í kjölfar Brexit. Jónas R. Viðarsson, faglegur leiðtogi hjá Matís, var boðið á ráðstefnuna til að fjalla um sjálfvirkni í íslenskum sjávarútvegi og hver þróunin hafi verið í tengslum við tækninýjungar og mannaflaþörf á Íslandi. Kynningu Jónasar má sjá hér, en ræða hans vakti mikla athygli og fékk hann fjölda fyrirspurna að henni lokinni. Segja má að ráðstefnugestir hafi skipst í tvo jafna hópa varðandi framtíðarsýn fyrir skoskan sjávarútveg þar sem um helmingur taldi að best væri að fara „íslensku leiðina“ með að einblína á hagræðingu og sjálfvirkni; en hinn helmingurinn taldi að réttara væri að yfirvöldum bæri að tryggja að sjávarútvegurinn geti lifað í núverandi mynd án þess að einblínt sé á fjárhagslegan gróða. Allar kynningar frá ráðstefnunni má nálgast á heimasíðu Seafish hér.

IS