Sjávarútvegssýningin í Boston fer fram 6.-8. mars nk. Fjöldi íslenskra fyrirtækja verður á sýningunni, þar á meðal Martak, Skaginn/3X, Fjarðarlax, HB Grandi, Sæplast, Marel og Matís, svo fáein séu nafngreind.
Sýningin er sú stærsta sinnar tegundar í Suður-, Mið- og Norður-Ameríku og er þessi vettvangur mikilvægur mörgum íslenskum fyrirtækjum við að færa út kvíarnar og auka samstarf.
Matís verður í sameiginlegum bás með Íslandsstofu og fleiri fyrirtækjum og er básinn númer 2555.
Nánari upplýsingar veita Arnljótur Bjarki Bergsson, sviðsstjóri og Steinar B. Aðalbjörnsson, markaðsstjóri Matís.