Fréttir

Matís aðstoðar ríki í Karabíska hafinu við uppbyggingu í sjávarútvegi

Margeir Gissurarson, fagstjóri hjá Matís og Helga Gunnlaugsdóttir, fagstjóri hjá Matís eru nú stödd í Karabíska hafinu þar sem þau veita stjórnvöldum ríkja á svæðinu ráðgjöf varðandi þætti sem snúa að sjávarútvegi og útflutningi fisks fá svæðinu, þá sérstaklega til Evrópu.

Óskað var eftir sérfræðiþekkingu Matís í þetta verkefni. Þáttur Matís stendur yfir í um fimm vikur í fyrsta hluta verkefnisins. Matís kemur með tillögur að úrbótum fyrir þau ríki sem aðild eiga að samtökum ríkja á svæðinu sem stunda fiskveiðar (Caribbean Regional Fisheries Mechanism – CRFM). Síðar kemur í ljós aðkoma Matís að þeim breytingum sem gera þarf á fiskveiðum á þessu svæði til þess að útflutningur á fiski frá geti hafist til Evrópu.

Frétt Caribbean News Desk og frétt Grenada Informer.

Nánari upplýsingar veita Margeir og Helga.

IS