Dagana 19. og 20. október nk. verður haldin í Gullhömrum ráðstefna um veiðar, vinnslu, markaði og rannsóknir á línufiski.
Ráðstefnan er haldin á vegum Matís, Nofima í Noregi, Háskólans í Tromsö og Havstovunnar í Færeyjum. Framsöguerindi verða flutt af sérfræðingum á ýmsum stigum virðiskeðju línufisks og að því loknu fara fram almennar umræður meðal þátttakenda þ.s. leitast verður við að greina helstu sóknarfæri í greininni. Ráðstefnan fer fram á ensku og má nálgast dagskrána hér.
Aðgangur er gjaldfrjáls og opinn öllum.
Nauðsynlegt er þó að skrá sig hjá jonas.r.vidarsson@matis.is (í síðasta lagi fyrir 15 október).