Fréttir

Matís, ásamt fleirum, skoðar viðhorf neytenda til heilsufarsfullyrðinga um matvæli

Þjónustuflokkur:

Aðrir þjónustuflokkar

Á Íslandi má einungis nota fullyrðingar um innihaldsefni matvæla ef það er heimilað í viðeigandi reglugerðum eða að leyfi fyrir slíku hafi fengist hjá Matvælastofnun (MAST).

Áður en fyrirtæki/einstaklingar dreifa matvælum sem merkt eru með fullyrðingum, t.d. fitusnautt, kólesterólfrítt, hitaeiningasnautt eða öðrum fullyrðingum, skal athuga hvort slíkt sé heimilt. Ef heimild er ekki að finna innan reglugerðarinnar þarf að sækja um fullyrðinguna til Matvælastofnunar á sérstökum eyðublöðum sem finna má á heimasíðu stofnunarinnar, www.mast.is. Leyfi hafa fengist fyrir nokkrum fullyrðingum hér á landi sem einnig má sjá á heimasíðu MAST.  

Matís tók þátt í norrænu verkefni þar sem markmiðið var að að Norðurlöndin kæmu fram með sameignlega skoðun á hvers konar merkingar yrðu leyfðar sem “jákvæðar merkingar”. Viðhorfskönnun var gerð meðal norrænna neytenda um heilsufullyrðingar, hvernig neytendur skilja þær og um merkingar matvæla og hvernig áhrif þær hafa í markaðssetningu.

Matís framkvæmdi könnunina á Íslandi og túlkaði niðurstöður ásamt því að halda  fundi með hagsmunaaðilum fulltrúum matvælafyrirtækja og neytendasamtaka. Í haust kom út ritrýnd grein sem skýrir frá niðurstöðum neytendarannsóknanna. Greinin nefnist  Perception of Health Claims Among Nordic Consumers og er birt í tímaritinu Journal  of Consumer PolicyGreinina má nálgast hér. 

Nú var að koma út önnur grein úr þessari rannsókn í tímaritið Food Policy sem nefnist Impact of helath-related claims on the perception of other product attributes. Greinina má nálgast hér.

IS