Fréttir

Matís auglýsir eftir verkefnastjóra til starfa í nýrri Matvælamiðstöð Austurlands

Starfssvið verkefnastjóra verður að byggja upp þróunarsetur fyrir smáframleiðslu matvæla í húsnæði Mjólkurstöðvarinnar á Egilsstöðum í þeim tilgangi að efla smáframleiðslu, vöruþróun og rannsóknir á afurðum úr landbúnaði og öðrum matvælaiðnaði.

Starfs- og ábyrgðasvið

  • að stjórna rekstri Matvælamiðstöðvar Austurlands
  • að vinna með smáframleiðendum á Austurlandi að útfærslu hugmynda að staðbundnum matvælum
  • að vinna með öðrum sérfræðingum Matís að skilgreiningu og öflun rannsóknaverkefna
  • að taka þátt í kennslu, fræðslu og skipulagningu námskeiða sem tengjast staðbundinni matvælaframleiðslu.

Ráðningartími er til eins árs.  Staðan verður endurmetin að þeim tíma liðnum.

Hæfniskröfur
Háskólamenntun og/eða starfsreynsla sem nýtist í starfinu. Reynsla af vöruþróun. Frumkvæði, sjálfstæði og vandvirkni í vinnubrögðum. Lipurð í mannlegum samskiptum og metnaður til að ná árangri í starfi.

Starfstöð Matvælamiðstöðvar Austurlands er staðsett á Egilsstöðum og því er nauðsynlegt að viðkomandi starfsmaður verði búsettur á Austurlandi.

Nánari upplýsingar veitir

Guðjón Þorkelsson í síma 422 5000. Umsóknir með upplýsingum um menntun og starfsreynslu, auk meðmæla skal senda til: Matís ohf., Borgartúni 21, 105 Reykjavík eða til jon.h.arnarson@matis.is.

Umsóknarfrestur er til og með 15. júlí nk.

Matvælamiðstöð Austurlands er samstarfsverkefni Þróunarfélags Austurlands, Búnaðarsambands Austurlands, mjólkurframleiðenda á Héraði, sveitafélagsins Fljótsdalshéraðs, Auðhumlu/MS og Matís ohf. um að byggja upp þróunarsetur fyrir smáframleiðslu matvæla í rými Mjólkurstöðvarinnar á Egilsstöðum.

Matís er þekkingarfyrirtæki sem sérhæfir sig í mat og líftækni. Hjá Matís starfa tæplega 100 manns á níu stöðum á landinu. Hlut­verk Matís er að efla sam­keppnis­hæfni íslenskra afurða og atvinnu­lífs, bæta lýð­heilsu og tryggja mat­væla­­öryggi og sjálf­bæra nýtingu um­hverfis­ins með rann­sóknum, ný­sköpun og þjónustu.

Auglýsinguna á pfd formi má finna hér.

Nánari upplýsingar um starfsemi Matís og atvinnutækifæri hjá fyrirtækinu veitir Jón H. Arnarson, jon.h.arnarson@matis.is.

IS