Starfsemi á sviði líftækni og lífvirkra efna hefur aukist til mikilla muna um allan heim.
Vísindamenn hafa í auknu mæli lagt áherslu á rannsóknir á þessu sviði enda er talið að niðurstöður þeirra geti gegnt mikilvægu hlutverki í baráttunni við heilbrigðisvandamál nútíðar og framtíðar. Auk þess telja fræðimenn að leysa megi hluta orkuvanda heimsins með líftækni. Eitt dæmi um ávinning af líftækninni og lífvirkum efnum eru fiskpeptíð sem geta hugsanlega lækkað blóðþrýstinn hjá fólki. Lækkun háþrýstings er mikið kappsmál enda kostnaður heilbrigðiskerfisins verulegur vegna hjarta- og æðasjúkdóma en háþrýstingur er einmitt einn áhættuþátta þessara sjúkdóma (sjá einblöðung um þetta efni hér).
Prokaria hefur undafarin tvö ár verið í samstarfi við erlent efnafyrirtæki sem hefur sviði líftækni og lífvirkra efna. Nú er svo komið að þetta fyrirtæki keypti af Matís mikilvæg ensím sem það ætlar að nýta í orkurannsóknir sínar. Söluverðmæti þessa samnings er hvorki meira nei minna en 60.000 evrur!
Ekki slæmt þegar þörf er á fjármunum inn í íslenskt hagkerfi!
Skemmtilegt er einnig frá því að segja að Matís-Prokaria hefur nú sett á laggirnar sölueiningu á ensímum og öðrum lífvirkum efnum og má nálgast frekari upplýsingar á heimasíðu Prokazyme, www.prokazyme.com.
Matís-Prokaria á von á því að vel gangi að selja ofangreindar vörur í gegnum þetta nýja sölukerfi.
Nánari upplýsingar veitir Ragnar Jóhannsson, ragnar.johannsson@matis.is, og í síma 422-5000.