Sérstakur viðbragðssjóður á vegum EIT Food vegna COVID-19, Covid-19 Rapid Response Call for Innovation Projects, var settur á laggirnar í maí síðastliðnum til að flýta fyrir nýsköpun og þróun á vörum og þjónustu sem gæti nýst til að styðja við matvælaframleiðslu og neytendur í Evrópu meðan á faraldrinum stendur.
Matís og Algaennovation fengu úthlutað 615,9 þúsund evrur fyrir verkefnið CovidX þar sem ætlunin er að setja á markað fæðubótarefni sem er unnið úr spirulina þörungum. Fæðubótarefnið er sérstaklega hugsað fyrir áhættuhópa COVID-19.
Alls hlutu 13 verkefni styrk úr sjóðnum sem samanstanda af 52 stofnunum og fyrirtækjum. Sjóðurinn er hluti af viðbragðsáætlun Evrópusambandsins vegna COVID-19 faraldursins.
Nánari upplýsingar um verkefnin má finna hér.