Fréttir

Matís í 12. sæti yfir fyrirmyndarstofnanir í könnun SFR

SFR – stéttarfélag í almannaþjónustu stóð nýlega í þriðja sinn að vali á stofnun ársins. Könnunin átti sér stað meðal félagsmanna SFR á starfsskilyrðum þeirra og líðan á vinnustað. Ennfremur var öllum stofnunum ríkisins gefinn kostur á því að allir starfsmenn, óháð því í hvað stéttarfélögum þeir eru, gætu tekið þátt.

Í könnun SFR er Matís flokkuð í hópi stærri opinberra stofnanna og lendir þar í 12. sæti. Reyndar lendir Matís þarna á gráu svæði því strangt til tekið er Matís ekki opinber stofnun, þó svo það sé alfarið í eigu ríkisins, heldur opinbert hlutafélag (ohf) eins og lesa má hér.

Frá þessu er sagt á vefsíðu SFR og í Morgunblaðinu. Á vef SFR er að finna ýtarlegar upplýsingar um hvað liggur að baki könnuninni.

IS