Bógkreppa er arfgengur erfðagalli í sauðfé á Íslandi. Gallinn er að öllum líkindum víkjandi, sem þýðir að til þess að lömb fæðist með einkenni bógkreppu þurfa þau að fá gallaða genið frá báðum foreldrum. Þetta hefur í för með sér að erfðagallinn hefur leynst árum saman í íslenska fjárstofninum og skýtur síðan óvænt upp kollinum.
Matís er þátttakandi í verkefni sem miðar að því að finna erfðamark sem hægt væri að nýta til að greina gallann í arfblendnum einstaklingum. Ef slíkt erfðamark fyndist væri hægt að útrýma erfðagallanum úr íslensku fé og tryggja að hann bærist ekki inn á sæðingastöðvar.
Rannsóknaverkefnið er styrkt af Fagráði í sauðfjárrækt, leitt af Tilraunastöð Háskóla Íslands í meinafræði að Keldum og auk Matís kemur RML að verkefninu.
Sjá nánar á vefsíðu Bændablaðsins með því að smella hér
Mynd: Shutterstock