Nú fyrir stuttu hélt Matís námskeið hjá Fisk Seafood um innra eftirlit (HACCP, GÁMES).
HACCP („haccap“) er skammstöfun á Hazard Analysis and Critical Control Points er hefur verið útlögð sem Greining hættuþátta mikilvægra stýrirstaða.
Megin markmið innra eftirlits er að tryggja öryggi, gæði og hollustu matvæla. Innra eftirlit er nauðsynlegur hluti af stjórnkerfi hvers fyrirtækis er annast framleiðslu eða dreifingu matvæla. Með því er kerfisbundið verið að einfalda alla vinnuferla og fyrirbyggja óhöpp sem rýrt geta gæð, öryggi og hollustu matvæla, hvort sem er í dreifingar eða framleiðsluferlinum. Með virku HACCP eftirlitskerfi eru þeir staðir sem mestu máli skipta varðandi framleiðslu eða dreifingu skilgreindir auk þess sem nauðsynlegt eftirlit og rétt viðbrögð við frávikum eru skilgreind. Segja má að innra eftirlitskerfi sé nokkurskonar framlenging á góðum framleiðsluháttum (GFH eða GMP good manufacturing practice), sem er á ábyrgð hvers framleiðanda að sé fylgt. Það er að segja, kerfið byggir á skráningu ýmissa mælanlegra breyta sem koma fyrir í framleiðsluferlinum (sbr. hitastig o.fl.). Skráningar veita upplýsingar sem síðan nýtast við ferilstýringu.
Námskeiðið tókst mjög vel og þakkar Matís Fisk Seafood fyrir áhugann.
Nánari upplýsingar um námskeiðið og önnur námskeið í boði hjá Matís má finna hér og með því að hafa samband við Margeir Gissurarson.