Fréttir

Matís með veggspjöld á Fræðaþingi 2007

Fræðaþing landbúnaðarins verður haldið dagana 15. -16. febrúar 2007 í húsakynnum Íslenskrar erfðagreiningar og í Ráðstefnusölum Hótel Sögu. Nokkrir sérfræðingar Matís eiga veggspjöld á Fræðaþinginu að þessu sinni.

Um er að ræða fjögur veggspjöld og eru þau eftirfarandi í stafrófsröð:

Áhrif háþrýstings á vöxt Listeria og myndbyggingu reykts lax. Höfundar eru þau Hannes Hafsteinsson, Birna Guðbjörnsdóttir og Ásbjörn Jónsson. Hannes og Ásbjörn eru starfsmenn Matís, en Birna starfaði áður hjá Rf.

Áhrif kælingar á meyrni í lambakjöti. Höfundar eru þeir Ásbjörn Jónsson, Óli Þór Hilmarsson og Valur Norðri Gunnlaugsson. Þeir eru allir starfsmenn Matís en störfuðu áður á MATRA-Matvælarannsóknum Keldnaholti.  Þess má geta að nýlega kom út skýrsla á Matís sem ber sama heiti.  Lesa skýrslu

Háþrýstingur í kjötvinnslum.  Höfundar eru Hannes Hafsteinsson, Ásbjörn Jónsson, Óli Þór Hilmarsson.

Joð í landbúnaðarafurðum.  Höfundar eru þeir Ólafur Reykdal, Óli Þór Hilmarsson og Guðjón Atli Auðunsson. Ólafur starfar nú hjá Matís en var áður hjá MATRA, en Guðjón er starfsmaður Iðntæknistofnunar, en starfaði þar áður lengi á Rf.

Meira um Fræðaþing 2007

IS