Hvað vilja Eyjamenn?
Á morgun, föstudaginn 21. júní, mun Matís halda hádegisfund með fulltrúum fyrirtækja í veiðum og vinnslu sjávarafurða í Vestmannaeyjum. Markmið fundarins er að kanna hug heimamanna á framtíðarstarfsemi Matís í Eyjum.
Mikilvægt er að fulltrúar sjávarútvegsfyrirtækja og aðrir matvælaframleiðendur mæti á fundinn, fræðist um starfsemi Matís og taki þátt í að móta starfsemi starfsstöðvar í Eyjum og hvaða áherslur ættu að vera í starfseminni.
Starfsstöð Matís hefur verið ómönnuð frá síðustu mánaðarmótum, þegar sérfræðingur Matís skipti um starfsvettvang. Úr þessu vil Matís bæta hið snarasta.
Matís hefur hug á að efla tengsl við atvinnulífið og öðlast betri skilning á þörfum sjávarútvegsins og annarrar matvælaframleiðslu í Vestmannaeyjum. Til þess er fundurinn haldinn.
Fundurinn verður haldinn í Þekkingarsetri Vestmannaeyja og byrjar hann stundvíslega kl. 12:00 Húsið opnar kl. 11:45 og verður boðið upp á veitingar. Fundi verður lokið fyrir kl. 13:00.
Það þarf ekki að skrá sig á fundinn, nóg að mæta.