Rekstrarstjórnun og vöruþróun í matvælaframleiðslu
Markmið námsins er að efla almenna rekstrarkunnáttu nemenda og kynna þeim hagnýtar og sannreyndar aðferðir og vinnubrögð sem ýta undir rekstrarlegan árangur m.a. með betri stjórnun virðiskeðjunnar og markvissari samningum við birgja. Auk þess verður fjallað um vöruþróun og nýsköpun frá hráefni til neytenda. Farið verður yfir það hvar og hvernig má koma auga á tækifæri, hvernig tækifæri er flutt af hugmyndastiginu á þróunarstigið, stjórnun nýrrar þróunar, og loks hvernig nýrri þróun er komið á framfæri í formi nýs vöru‐ eða þjónustuframboðs.
- Fjármál og rekstrarstjórnun ‐ Birgir Hrafn Hafsteinsson, Capacent
- Stjórnun virðiskeðjunnar ‐ Hlynur Stefánsson, HR og Sveinn Margeirsson, Matís
- Samningatækni og ákvörðunartaka ‐ Aðalsteinn Leifsson, HR
- Frammistaða, starfsmanna‐ og launaviðtöl ‐ Elfa Hrönn Guðmundsdóttir, HR
- Stefnumótandi markaðssetning ‐ Valdimar Sigurðsson, HR
- Vöruþróun og nýsköpun ‐ Marina Candi, HR, Sjöfn Sigurgísladóttir og Guðmundur Gunnarsson, Matís
- Hráefnisnýting og leiðir til virðisaukningar og breytingar á matvælalöggjöfinni ‐ Franklín Georgsson og Margeir Gissurarson, Matís
- Sjálfbærni í matvælaiðnaði ‐ Sveinn Margeirsson, Hörður Kristinsson og Guðmundur Gunnarsson, Matís
Námið stendur frá 2. október til 22. janúar 2010. Hvert námskeið er 8 klst.
Nánari upplýsingar um námið veitir starfsfólk Opna háskólans í síma 599 6360 eða á stjórnmennt@opnihaskolinn.is
Verð kr. 229.000.‐
SKRÁNING ER HAFIN
Tenglar:
Auglýsing á pdf formi
www.opnihaskolinn.is