Fréttir

Matís og Landsbyggðirnar

Norðlenska sjónvarpsstöðin N4 sýnir vikulega umræðuþætti um byggðamál á Landsbyggðunum sem heita einfaldlega Landsbyggðir. Í þætti vikunnar var rætt við Odd Má Gunnarsson, forstjóra Matís.

Í sjónvarpsþættinum ræddi Karl Eskil Pálsson, þáttarstjórnandi, við Odd Má um starfsemi Matís á landsbyggðunum en reknar eru starfsstöðvar á Akureyri, Ísafirði og í Neskaupsstað. Þeir létu þó ekki þar við sitja í umræðunum heldur fóru um víðan völl og ræddu verkefnin, rekstrargrundvöllinn, þekkinguna sem hefur myndast við rannsóknarstörf í gegnum árin og þau fjölmörgu tækifæri sem liggja í matvælaframleiðslu og -iðnaði á Íslandi í framtíðinni.

Hægt er að horfa á þáttinn í heild sinni á vefsíðu sjónvarpsstöðvarinnar N4 hér: Spilari – N4

IS