Fréttir

Matís og Landsmennt skrifa undir viljayfirlýsingu

Matís og Landsmennt, fræðslusjóður Samtaka atvinnulífsins og verkafólks á landsbyggðinni, skrifuðu nýlega undir viljayfirlýsingu um aukið samstarf sín á milli.

Matís hefur mikilli reynslu og þekkingu er vex með degi hverjum og er það markmið fyrirtækisins að miðla þeirri þekkingu til iðnaðarins með námskeiðahaldi og endurmenntun starfsmanna matvælafyrirtækja.  Þannig hyggst Matís stuðla að aukinni þekkingaruppbyggingu innan atvinnulífsins sem aukið getur arðsemi fyrirtækjanna og ánægju starfsmanna í starfi.

Landsmennt er fræðslusjóður Samtaka atvinnulífsins og verkafólks á landsbyggðinni. Aðildarfélögin eru 21 og er þar um að ræða stéttarfélög innan Starfsgreinasambands Íslands.  Helstu verkefni Landsmenntar eru að sinna stuðningsverkefnum og þróunar- og hvatningaraðgerðum í starfsmenntun. Sjóðnum er ætlað að styrkja rekstur námskeiða og stuðla að nýjungum í námsefnisgerð ásamt því að veita einstaklingum, verkalýðsfélögum og fyrirtækjum beina styrki vegna sí- og endurmenntunar.

Með það að markmiði að tryggja framboð á faglegum námskeiðum og almennri endurmenntun starfsmanna mun Landsmennt styrkja námskeið á vegum Matís kostnaði gagnvart almennum starfsmönnum matvælafyrirtækja. 

Undirritaðir lýsa því yfir að þeir hyggjast auka samstarfs sitt og kappkosta að bjóða fyrirtækjum og starfsmönnum þeirra uppá þekkingaröflun er hentar þörfum hvers og eins.

Meðfylgjandi eru mynd frá undirskriftinni.

Landsmennt2
IS