Fjöregg MNÍ 2016 var afhent nú rétt í þessu á ráðstefnu Matvæladags Matvæla- og næringarfræðafélags Íslands (MNÍ) sem er haldinn á Hótel Natura. Yfirskrift ráðstefnunnar er: Áhrif matvælarannsókna í breyttum heimi.
Matís og Matvæla- og næringarfræðideild HÍ hlutu Fjöregg MNÍ að þessu sinni, fyrir árangursríkt samstarf um rannsóknir og kennslu í matvælafræði vegna meistaranámsins í matvælafræði sem hleypt var af stokkunum í núverandi mynd árið 2012. Auk Matís og Matvæla- og næringarfræðideildar HÍ voru eftirfarandi aðilar tilnefndir:
- Eimverk
- Fisherman
- Kaldi bruggsmiðja
- Norður & Co
Fjöregg MNÍ er veitt fyrir lofsvert framtak á matvæla- og/eða næringarsviði. Fjöreggið, sem er íslenskt glerlistaverk, hannað og framleitt hjá Gleri í Bergvík, hefur frá upphafi verið veitt með stuðningi frá Samtökum iðnaðarins. Í ár bárust fjölmargar tilnefninga til Fjöreggsins og var það niðurstaða dómnefndar að eftirtaldir fimm aðilar væru vel verðugir þess að hljóta Fjöreggið 2016.
Nánari upplýsingar veitir Guðjón Þorkelsson hjá Matís.