Fréttir

Matís stjórnar erlendu samstarfsverkefni um minni saltnotkun í matvælavinnslu

Þjónustuflokkur:

Aðrir þjónustuflokkar

TASTE er verkefni skipulagt af hópi evrópskra smárra og millistórra fyrirtækja (SMEs) úr matvæla og sjávarþörungaiðnaði  í þeim tilgangi að finna lausnir á því hvernig minnka má notkun salts við matvælaframleiðslu með notkun sjávarþörunga.

Meginmarkmið verkefnisins er að þróa bragðefni úr þremur tegundum brúnþörunga (Ascophyllum nodosum, Saccharina latissima og Fucus vesiculosus) með það að markmiði að skipta út natríum í matvælum en mörg matvæli innihalda mikið magn af salti.

Þróun nýrra aðferða og tækni til að draga úr saltnotkun er mikilvægt viðfangsefni fyrir matvælaiðnaðinn. Margar þjóðir glíma við of mikla saltneyslu þó svo að færst hafi til betri vegar undanfarin áratug. Alþjóða heilbrigðismálastofnunin (WHO) gefur út ráðleggingar um að heildar saltneysla sé minni en 5 gr. á dag en slíkt samsvarar til 2 gr. af natríum. Það má því segja að matvælaiðnaðurinn standi frammi fyrir mikilli áskorun um að minnka magn af salti sem notað er við framleiðslu.

Leitast hefur verið við að skipta út salti og setja þess í stað blöndu steinefna, náttúruleg sölt og fleira. Neysluhæfir sjávarþörungar innihalda efni sem gætu komið þar að gagni. Þeir innihalda yfirleitt mikið magn af bragðaukandi efnum, steinefnum auk salts, en þó í minna mæli.

Nánari upplýsinga veitir Rósa Jónsdóttir, fagstjóri hjá Matís en einnig má finna upplýsingar um verkefnið hér (á ensku).

IS