Fréttir

Matís tekur þátt í hátíðinni FULL BORG MATAR

FULL BORG MATAR / Reykjavík Real Food Festival

er matar- og uppskeruhátíð tileinkuð íslenskum mat og matarmenningu. Matís tekur þátt og býður m.a. gestum og gangandi að koma í höfuðstöðvar Matís að Vínlandsleið 12 (Grafarholt) fimmtudaginn 15. sept. kl. 14-17 (auglýsing).

Á opnu húsi hjá Matís verða örfyrirlestrar um smáframleiðslu matvæla og um þau verkefni sem Matís hefur komið að með einstaklingum, t.d bændum og fyrirtækjum um allt land. Einnig verða nokkur fyrirtæki og frumkvöðlar með kynningu á starfssemi sinni og munu bjóða upp á „smakk“ á þeim vörum sem hafa verið framleiddar. Matís mun svo einnig opna nýtt vefsvæði, www.kjotbokin.is, en það er allsherjar upplýsingaveita um allt sem snýr að kjöti.

Matís er með öfluga starfssemi um allt land og á nokkrum stöðum má finna s.k. Matarsmiðjur Matís.Matarsmiðja er það kallað þegar útbúin hefur verið aðstaða til fjölbreyttrar matvælavinnslu, sem hefur fengið leyfi þar tilbærra yfirvalda til rekstursins. Aðstaðan getur verið mismunandi frá einni smiðju til annarrar, en sammerkt með þeim öllum er að til staðar er fjölbreytt úrval matvinnslutækja og áhalda og önnur aðstaða sem vinnslan krefst. Notendur fá kennslu á tækin og frjálsan aðgang til framleiðslu á þeim vörum sem gerlegt er m.t.t. aðstöðu og tækjabúnaðar og útgefnu leyfi  heilbrigðisyfirvalda.

Í matarsmiðjunum eru reglulega haldin námskeið um framleiðslu og verkun ýmissa framleiðsluvara auk námskeiða um innra eftirlit. Matarsmiðjur Matís eru á Flúðum og á Höfn í Hornafirði.

Nánari upplýsingar um starfsstöðvar og Matarsmiðjur Matís má finna hér.

Hátíðin FULL BORG MATAR verður haldin í fyrsta sinn dagana 14. – 18. september með von um að hún öðlist fastan sess í árlegu matardagatali þjóðarinnar.  Fjölmörg tækifæri eru fyrir fyrirtæki, stofnanir og félagasamtök að tengjast hátíðinni auk þess sem neytendur ættu flestir að finna þar eitthvað sem freistar bragðlaukanna.

Markaður, veisluréttir veitingastaðanna og opið viðburðadagatal
Boðið verður upp á sölu og markaðstorg fyrir matvörur og veitingar í miðborg Reykjavíkur en þar verður hægt að selja og kynna vörur og þjónustu beint til neytenda. Veitingastaðir munu bjóða upp á hátíðarmatseðla úr íslenskum hráefnum á meðan hátíðinni stendur en þeir veitingastaðir sem standa að best útfærðu matseðlunum fá sérstaka viðurkenningu í lok hátíðar.  Fyrirtæki, stofnanir og félagasamtök geta tengst hátíðinni með því að setja upp viðburði sem kynntir verða í sameiginlegu dagatali hátíðarinnar. Lögð er áhersla á að fyrirtæki, félagasamtök og stofnanir finni farveg fyrir vörur sínar og þjónustu og að hátíðin verði bæði aðgengileg og spennandi fyrir neytendur. 

Hátíðin er opinn vettvangur um allt sem tengist mat og matarmenningu þjóðarinnar og allar hugmyndir eru vel þegnar. Ef þú ert með hugmynd að viðburði eða efni sem fróðlegt væri að tengja hátíðinni þá endilega hafðu samband. 

Samstarfaðilar
Hátíðina væri ekki hægt að halda nema fyrir stuðning samstarfsaðila sem lagt hafa mikla aðstoð og vinnu í undirbúning.

Bakhjarlar hátíðarinnar eru ReykjavíkurborgSamtök IðnaðarinsMarkaðsráð KindakjötsIceland Responsible FisheriesSölufélag Garðyrkjumanna og Svínaræktarfélag Íslands. 

Haft hefur verið samstarf og samráð við fjölda einstaklinga, samtaka og stofnana við undirbúning hátíðarinnar en helst má þar nefna Íslandsstofu, Samtök Ferðaþjónustunnar, Beint frá býli, Matís og Matvís félag iðnaðarmanna í matvæla og veitingagreinum. 

Skrifstofa verkefnastjórnar
Skrifstofa verkefnastjórnar er staðsett í húsnæði Nýsköpunar og frumkvöðlasetursins Innovit í Tæknigarði, Dunhaga 5, 107 Reykjavík

Sími: 820 1980; netfang: info@fullborgmatar.is.

Nánari upplýsingar hjá Matís veitir Steinar B. Aðalbjörnsson, markaðsstjóri.

IS