Fréttir

Matís tekur þátt í POLSHIFTS ráðstefnunni

POLSHIFTS ráðstefnan í húskynnum Hafrannsóknastofnunar 14.-15. april 2015 | Breytingar á dreifingu uppsjávarfiskistofna, áhrif loftslagsbreytinga?

Markmið POLSHIFTS ráðstefnunnar er fá saman vísindamenn og hagsmunaaðila til að ræða um hugsanleg áhrif sem loftslagsbreytingar gætu haft á dreifingu uppsjávarfiskistofna í Norður Atlantshafi. 
Auglýst er eftir erindum með efnistök tengd veiðum (svo sem breyttan aðgang og kostnað að fiskimiðum og aðlögun fiskiflota af breyttri dreifingu fiskistofna) eða líffræði og vistfræði uppsjávarfiskistofna (svo sem breytingar á lífsögu, dreifingu á fæðu- og hrygningartíma, stofnerfðafræði og vistkerfi hafsvæða) sem mögulega má tengja loftslagsbreytingum fiskistofna. 

Nánari upplýsingar má finna á heimasíðu ráðstefnunnar.

Nokkrir punktar um ráðstefnuna.Frétt fyrst birt á heimasíðu Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi.

IS