Fréttir

Matís var tilnefnt til Fjöreggsins 2012

Þjónustuflokkur:

Aðrir þjónustuflokkar

Matís var tilnefnt fyrir Kjötbókina á rafrænu formi. Íslenska kjötbókin kom fyrst út árið 1994 og hefur verið í notkun til dagsins í dag.

Endurútgáfa bókarinnar kom út á formi vefbókar í október 2011. Miklar framfarir hafa orðið í kjötiðn og matvælafræðum og því er hér tímabært verkefni á ferðinni, sem höfðar til breiðs hóps. Í dag eru í kjötbókinni, www.kjotbokin.is, kaflar um lambakjöt, nautakjöt og hrossakjöt.

Stefnt er á útgáfu kafla um grísakjöt og fuglakjöt. Aðgangur að kjötbókinni er öllum opinn og er hann ókeypis.

Gróðrarstöðin Lambhagi ehf. hlaut Fjöreggið að þessu sinni og óskar Matís fyrirtækinu til hamingju með verðlaunin.

Nánari upplýsingar veitir Óli Þór Hilmarsson hjá Matís.

IS