Fréttir

Matreiðslubók fyrir kerfisbreytingar – Norrænar nýsköpunaraðferðir fyrir sjálfbær matvælakerfi

Á dögunum kom út heldur óhefðbundin matreiðslubók á vegum Norrænu Ráðherranefndarinnar sem Matís hafði aðkomu að. Í bókinni sem ber heitið Matreiðslubók fyrir kerfisbreytingar – Norrænar nýsköpunaraðferðir fyrir sjálfbær matvælakerfi er rætt um mikilvægar kerfisbreytingar sem þurfa að eiga sér stað til að greiða fyrir nýsköpun í matvælakerfum svo við getum tekist á við þær samfélagslegu áskoranir sem heimurinn stendur frammi fyrir. 

Bókin inniheldur leiðbeiningar og nokkurs konar innihaldsefni eins og hefðbundin matreiðslubók, til dæmis sniðmát fyrir þróun inngripa, leiðbeiningar um hvernig má taka fyrstu skrefin og dæmisögur um þverfagleg verkefni. Þessi innihaldsefni má svo nýta til þess að útbúa sérsniðnar uppskriftir að breytingum og bætingum.

Matreiðslubókin er aðallega ætluð fyrir nýsköpunarstofnanir í hverju landi fyrir sig. Með inntaki hennar er eindregið hvatt til þess að teknar verði markvissar ákvarðanir í nýsköpunarumhverfinu um að efla matvælakerfi allra svæða sem hagnist fólki, samfélögum og jörðinni í heild. Bókin varpar einnig ljósi á það hvernig einstaklingar, frumkvöðlar og rannsakendur úr grasrótinni geta haft áhrif á kerfið í heild sinni. 

Bókina á finna á Pdf. formi hér: Cookbook for systems change – Nordic innovation strategies for sustainable food systems

IS