Fréttir

Matur og sjálfbær ferðaþjónusta

Þjónustuflokkur:

Aðrir þjónustuflokkar

Viltu taka þátt í að auka veg staðbundinna matvæla innan ferðaþjónustunnar?

Málþing í Hvolnum Hvolsvelli
24. apríl 2012, kl 13:00-16:00

Ferðaþjónusta er ein af þeim atvinnugreinum sem litið hefur verið  á sem vaxtarsprota á landsbyggðinni. Þrátt fyrir mikinn vöxt í greininni á síðasta áratug hefur það ekki skilað sér í auknum hagvexti á landsbyggðinni. Þetta bendir til mikils hagræns leka þegar kemur að neyslu ferðamanna á innan svæða. Ein leið til að auka hagræn áhrif ferðaþjónustu á landsbyggðinni og minnka leka er að byggja tengsl við staðbundna matvælaframleiðslu.

  • Hvað er sjálfbærni? Hvað get ég gert og hvernig?
  • Tækifæri í ferðaþjónustu tengdum mat.
  • Aðgerðir til að auka sjálfbærni í ferðaþjónustu á Suðurlandi?

Dagskrá
13:00 Málþing sett.
Tinna Björk Arnardóttir, NMÍ

13:10 Matur og sjálfbær ferðaþjónusta. Tækifæri, samstarf.
Guðjón Þorkelsson, Matís  

13:40 Sjálfbærni, staðan á Íslandi.
Stefán Gíslason, Environice

14:10 Kaffihlé

14:30 Sjálfbært samfélag á Sólheimum í Grímsnesi, matvæli og ferðaþjónusta
Erlendur Pálsson, Sólheimar

15:00 Kötluafurðir – Reynslusögur úr héraði

15:30 Samantekt og umræður
Tinna Björk Arnardóttir, NMÍ

Aðgangur ókeypis
Fundarstjóri Tinna Björk Arnardóttir, Nýsköpunarmiðstöð
Nánari upplýsingar hjá TinnaBjork@nmi.is

IS