Fréttir

Matvælaráðherra heimsækir Matís á Hvanneyri

Starfsstöð Matís á Hvanneyri er að Hvanneyrargötu 3 og þar eru tveir starfsmenn með aðstöðu. Byggingin er stór og deilir Matís henni með fjölbreyttum fyrirtækjum og stofnunum á svæðinu. síðastliðinn mánudag heimsótti matvælaráðherra starfsstöðina.

Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir ásamt aðstoðarmanni sínum, Pálínu Axelsdóttur Njarðvík átti fund með Evu Margréti Jónudóttur og Margeiri Gissurarsyni, starfsfólki Matís auk starfsfólks frá Landi og skógi og Matvælastofnun. Ráðherra hefur nú þegar heimsótt höfuðstöðvar sinna stofnana og fyrirtækja sem heyra undir ráðuneytið en er nú á ferð um landið að heimsækja aðrar starfstöðvar. Rætt var um starfsemi á svæðinu, þau verkefni sem fengist er við um þessar mundir og ýmis framtíðartækifæri.

Við þökkum þeim Bjarkeyju og Pálínu fyrir ánægjulegan fund.

IS