Svandís Svavarsdóttir Matvælaráðherra, ásamt starfsmönnum ráðuneytisins, litu við í Matís.

Oddur Már Gunnarsson, forstjóri Matís, tók á móti ráðuneytinu, ásamt fleira starfsfólki Matís. Matvælaráðuneytið leit inn á stjórnarfund Matís þar sem meðal annars voru rædd þau ótal tækifæri sem liggja í rannsóknum og nýsköpun í matvælaframleiðslu. Heimsóknin var hin ánægjulegasta.

Starfsfólk Matís þakkar kærlega fyrir heimsóknina og hlakkar til áframhaldandi farsæls samstarfs við ráðuneytið.