Fréttir

Meistaravörn 3. október

Þriðjudaginn 3. október n.k. mun Runólfur Guðmundsson verja meistaraverkefni sitt, ,,Ákvarðanataka og bestun í sjávarútvegi”.  Vörnin fer fram í húsnæði Verkfræðideildar Háskóla Íslands (VRII), Hjarðarhaga 6, stofu V-158 og hefst kl. 13.45. 

Meistaraverkefnið er hluti af verkefninu ,,Vinnsluspá þorskafla” sem styrkt hefur verið af AVS og rannsóknasjóði Rannís. Markmiðið með meistaraverkefninu var að greina gögn sem safnað hefur verið sl. 5 ár um flakanýtingu, hringorma og los og sýna hvernig er hægt að nota þá þekkingu sem skapast hefur til að auka hagnað sjávarútvegsfyrirtækja. Í verkefni sínu þróaði Runólfur bestunarlíkan af ákvarðanatöku í útgerðarfyrirtæki og sýnir hann með því hvernig hægt er að notast við gögn og aðferðafræði af þessum toga við stýringu á sjávarútvegsfyrirtæki.

Leiðbeinendur Runólfs voru þeir Páll Jensson, prófessor við Véla- og iðnaðarverkfræðiskor HÍ, Sigurjón Arason dósent við Raunvísindadeild og Sveinn Margeirsson doktorsnemi við HÍ og DTU. Prófdómari er Snjólfur Ólafsson, prófessor við Hagfræði- og viðskiptadeild HÍ.

Allir eru velkomnir!

IS