Fréttir

Mikið fagnaðarefni í huga rektors Háskóla Íslands

Í viðtali sem birtist í Morgunblaðinu í dag fagnar Kristín Ingólfsdóttir því að Háskóli Íslands skuli vera á lista yfir 400 bestu háskóla heimsins. Þar er HÍ í 251.-275. sæti ásamt fleiri háskólum. Gaman er frá því að segja að í viðtalinu nefnir rektor nokkra samstarfsaðila sem hún telur að eigi mikið í þessum árangri. Matís er þar á meðal.

Viðtalið á Morgunblaðinu, sem Hjörtur J. Guðmundsson tók, má finna hér.

Um samstarf HÍ og Matís

Háskóli Íslands og Matís hafa átt í farsælu samstarfi um langt skeið um kennslu en starfsmenn Matís hafa í gegnum tíðina kennt við HÍ og munu gera það áfram. Báðir aðilar hafa byggt upp mikla þekkingu á  matvælafræði, líftækni, erfðafræði og fleiri greinum. Sem dæmi þá hafa starfsmenn sem starfa bæði hjá Matís og HÍ birt tæplega 90 vísindagreinar í ritrýndum tímaritum á sl. þremur árum og á sama tímabili hafa 10 nemendur varið doktorsritgerðir sínar og 15 meistaranemendur útskrifast þar sem verkefnin hafa verið unnin í samstarfi Matís og Háskóla Íslands. Í dag eru átta doktorsnemendur og 19 nemendur í meistaranámi við HÍ að vinna sín rannsóknaverkefni með Matís. Auk þess hafa Matís og HÍ sótt um og eru saman í nokkrum alþjóðlegum verkefnum.

Nánari upplýsingar veitir Guðjón Þorkelsson, sviðsstjóri á sviðinu Menntun og matvælaframleiðsla.

IS