Fréttir

Mikill áhugi meðal útgerða á tilraunum Matís með dagmerki

Matís hefur á undanförnum misserum staðið fyrir tilraunum með dagmerki um borð í fiskiskipum til að auka rekjanleika og upplýsingastreymi innan virðiskeðju sjávarafurða. 

Nokkrar tegundir merkja hafa verið reynd, ásamt því sem magn þeirra upplýsinga sem fram koma á merkjunum og nýting þeirra eftir að aflinn kemur í land hafa verið könnuð.  Vaxandi áhugi er á meðal útgerða á að nýta sér gögn sem þessi, enda eru allir aðilar í virðiskeðjunni að verða mun meðvitaðri en áður um þau verðmæti sem felast í upplýsingum og rekjanleika.

Nánari upplýsingar veitir Jónas R. Viðarsson hjá Matís, jonas.r.vidarsson@matis.is.

IS