Matís hlaut nýverið sérstaka viðurkenningu frá Íslenska sjávarklasanum fyrir öflugt samstarf við fjölmörg frumkvöðlafyrirtæki innan klasans.
Þeir sem hljóta viðurkenningarnar eiga það sameiginlegt að hafa stuðlað að öflugra samstarfi fólks innan Sjávarklasans á Íslandi og stuðlað að aukinni verðmætasköpun í því frumkvöðlasamfélagi sem hefur verið til staðar í húsi Sjávarklasans.
Matís hlaut viðurkenningu fyrir öflugt samstarf við fjölmörg frumkvöðlafyrirtæki innan Sjávarklasans. Í frétt sem birtist á vefsíðu Sjávarklasans segir meðal annars að „sú þekking sem starfsfólk Matís hefur upp á að bjóða og sú velvild sem þessir sérfræðingar hafa sýnt mörgum frumkvöðlum hefur verið til mikillar fyrirmyndar. Forysta Matís hefur sýnt hversu mikilvægt samstarf rannsókna og frumkvöðlastarfsemi er.“