Fréttir

Minnka má vöðvadrep í humri og auka þar með verðmætin

Lokið er samstarfsverkefninu Lágmörkun vöðvadreps í leturhumri með ensímhindrun og undirkælingu sem AVS rannsóknasjóður í sjávarútvegi styrkti (R 052-10). Rannsóknaverkefnið var unnið í samstarfi, Skinneyjar Þinganess, Rammans, Vinnslustöðvarinnar og Matís.

Niðurstöður verkefnisins eru aðgengilegar í Matísskýrslu 25-11. Meðal niðurstaðna verkefnisins voru verklagsleiðbeiningar varðandi undirkælingu og ensím meðhöndlun humars vinnubrögð sem hafa styrkt stoðir humarveiða hér við land og þar með humarvinnslu hér á landi. Áður en ráðist var í verkefnið kom það fyrir að upp undir þriðjungur og jafnvel allt að helmingur afla, í einstökum afmörkuðum tilfellum, bæri einkenni vöðvadreps. Við upphaf verkefnisins var áætlað að vegna vöðvadreps væri verðmæti humarafurða um 10% lægra en ella. Það er mat þátttakenda að með nýju verklagi hafi mátt helminga vöðvadrep og eru því líkindi til þess að bætt verklag skili um 5% aukningu verðmæta humarafurða, miðað við forsendur verkefnisins í upphafi þess.

Þáttakendur tóku fram að án stuðnings AVS hefði ekki orðið af verkefninu sem hafi bætt samkeppnistöðu íslenskrar humarvinnslu.

Nánari upplýsingar veitir Arnljótur Bjarki Bergsson, sviðsstjóri Auðlinda og afurða.

IS