Matís hefur ásamt fyrirtækinu MPF Ísland í Grindavík þróað nýja afurð – fiskitofu. Við vinnsluna er notaður marningur sem í dag er nýttur í verðminni afurðir. Afurðin var kynnt á fundi Sjávarklasans vegna verkefnisins Green Marine Technology. Var góður rómur gerður af hinni nýju afurð og má á myndunum meðal annars sjá forseta Íslands gæða sér á fiskitofu framleiddu af Matís.
Þróun á fisktofu hefur verið styrkt af Impru í verkefni sem nú er að ljúka. Næstu skref fela í sér áframhaldandi þróun, uppskölun og markaðssetningu á hinni nýju afurð og hefur fengist styrkur frá AVS til að koma að því verkefni.
Nánari upplýsingar veitir Hörður G. Kristinsson hjá Matís.