Fréttir

Mun líftækniþekking Íslendinga gera okkur að Kúvæt norðursins?

Morgunverðarfundur hjá Matís fim. 14. apríl kl. 08:30 um líftækni og tengdar greinar og framtíðarmöguleika okkar í þessum arðbæra iðnaði.

Mikill uppgangur er í líftækni og tengdum greinum á Íslandi og vilja margir meina að vaxtarbroddar framtíðarinnar liggi þar. Matís er í góðum tengslum við líftækniiðnaðinn og eru t.a.m. mörg verkefna Matís unnin í samstarfi við fyrirtæki þar.

Nú er góður tími til að kynna stöðu mála, framtíðarsýn og afrakstur síðustu ára. Á fundinum verða erindi frá fyrirtækjum ásamt erindum frá Matís og HÍ. Fyrirtæki munu einnig kynna starfsemi sína þennan morgun.

Í kjölfar fundarins verður gestum boðið að skoða húsnæði að Vínlandsleið 14 en þar hafa nokkur fyrirtæki, sem eru í nánu samstarfi við Matís, komið sér fyrir og verður um formlega opnun að ræða á þeim hluta hússins þennan dag.

Dagskrá
08:30   Setning – Orri Hauksson, Samtök Iðnaðarins
08:40   Er líftækniiðnaðurinn vaxtabroddur Íslendinga? – Hörður G. Kristinsson, Matís
08:45   Ensím og orka úr hveraörverum – Jakob Kristjánsson, Prokazyme
09:00   Orka og efnasmíði með hjálp hitakærra örvera – Guðmundur Óli Hreggviðsson, Matís
09:10   Hvers vegna fá fiskar ekki fótasár?  – Guðmundur Guðmundsson, Kerecis
09:25   Ensím úr þorski í náttúruvörur, snyrtivörur og lyf – Bjarki Stefánsson, Ensímtækni
09:40   Sameindaræktun og afurðir hennar – Júlíus B. Kristinsson, ORF Genetics
09:55   Efnaauðlegð íslenskrar náttúru – Sesselja Ómarsdóttir, Lyfjafræði Háskóla Íslands
10:10   Kítósan – Nýsköpun og vaxtamöguleikar til framtíðar – Einar Matthíasson, Primex
10:20  Ævintýramarkaðssetning: ull, fiskur og fæðubótarefni – Þráinn Þorvaldsson, Saga Medica
10:35  Umræður
10:45  Fundarslit og formleg opnun Vínlandsleiðar 14 – Friðrik Friðriksson, stjórnarformaður Matís

Fundarstjóri: Hörður G. Kristinsson, rannsóknastjóri Matís.

Þórir Bergsson, meistarakokkur Matís, býður fundargestum upp á frábæran morgunmat kl. 08:15.

Fundurinn er öllum opinn en vinsamlegast láttu okkur vita hvort þú mætir með því senda okkur línu á liftaeknifundur@matis.is

Auglýsingu um fundinn má finna hér.

IS