Fréttir

Myndbandakeppni um plastmengun

Samnorræna verkefnið, NordMar Plastic , miðar að því að samræma aðferðir við vöktun og mælingar á plasti í umhverfinu, stuðla að fræðslu til almennings og útgáfu á kennsluefni fyrir börn og unglinga. Verkefnið auglýsir eftir myndböndum í myndbandakeppni þar sem umfjöllunarefnið er plastvandamál heimsins.

Myndböndin eiga að skoða eftirfarandi: Hvernig sé ég plastvandamálið í heiminum? – Hvaða skref eða lausnir sé ég fyrir mér að hægt sé að taka/þróa til að leysa plastvandamálið eða hluta þess? Keppnin er ætluð 13 – 19 ára, en skilafrestur er 1. desember.

Vegleg verðlaun í boði, m.a. þyrluflug og þátttaka á Arctic Plastics þar sem efstu 10 myndböndin verða sýnd. Vinsamlegast sendið myndböndin á nordmarplastic@matis.is.

Nánari upplýsingar má finna á nordmarplastic.com.

IS