Matís og Háskóli Íslands skrifuðu undir samkomulag á dögunum um að vinna náið að því að stórefla rannsóknir og menntun í matvælafræðum, matvælaverkfræði, líftækni og matvælaöryggi. Í samkomulaginu er ennfremur stefnt að því að fjölga verulega nemendum í grunn- og framhaldsnámi í þessum greinum við Háskóla Íslands.
HELSTU ATRIÐI SAMKOMULAGS HÁSKÓLA ÍSLANDS OG MATÍS:
- Að auka rannsóknir í matvælafræði, matvælaverkfræði, líftækni og matvælaöryggi.
- Að efla fræðilega og verklega menntun háskólanema í matvælafræðum og skyldum greinum.
- Að Háskóli Íslands sé leiðandi á völdum sérfræðasviðum og laði að nemendur og fræðimenn á alþjóðlegum vettvangi.
- Að Háskóli Íslands og Matís nýti möguleika til samreksturs tækja í þágu sameiginlegra verkefna.
- Að fjölga nemendum í grunn- og framhaldsnámi í matvælafræði og skyldum greinum til hagsbóta fyrir almenning og fyrirtæki.
- Að Háskóli Íslands verði í fararbroddi í nýsköpun á þessum fræðasviðum.