Fréttir

Nægur og heilnæmur matur inn í framtíðina

Þjónustuflokkur:

Aðrir þjónustuflokkar

Tengiliður

Jónas Rúnar Viðarsson

Áherslusviðsstjóri

jonas@matis.is

„Við þurfum að gera okkur grein fyrir því að við stöndum frammi fyrir stórum áskorunum,“ segir Jónas Viðarsson í viðtali í Morgunútvarpi Rásar 2 og nefnir vaxandi próteinskort í heiminum í því samhengi. „Þetta snýr bæði að fæðuöryggi og matvælaöryggi, þ.e. að við höfum bæði nægan og heilnæman mat fyrir okkur inn í framtíðina. Þetta er stór áskorun fyrir heiminn í heild og hluti af því sem við hjá Matís erum að vinna að á hverjum degi.“

Hann bendir á að það séu mörg verkefni í gangi á Íslandi sem snúa að því að búa til meiri mat. „Við á Íslandi getum kennt heiminum heilmikið í tengslum við fullnýtingu, sérstaklega á fiski,“ segir Jónas, en bætir þó við íslenskir neytendur hafi frekar stórt kolefnisfótspor miðað við aðrar þjóðir.

Jónas bendir á að Matís sé mjög framarlega í rannsóknum og þróun á nýpróteinum (alternative próteins) í Evrópu. „Það er eitt af því sem við sjáum að verði hluti af lausnunum, þ.e. að koma inn með nýja próteingjafa.“ Hann nefnir í því samhengi rannóknir á örþörungum, þara, bakteríum eða einfrumungum og svo skordýr.

Viðtalið má nálgast í heild sinni hér (hefst á mínútu 33:50).

IS