Fréttir

Nautakjöt, lambakjöt, hvalkjöt, svínakjöt…………?

Þjónustuflokkur:

Aðrir þjónustuflokkar

Hjá Matís er boðið upp á þjónustu sem nýtist öllum. Vel er þekkt þjónustan sem fyrirtækjum stendur til boða en minna er vitað um þá þjónustu sem einstaklingum er boðið upp á. Ef þú ert að hugsa um að kaupa þér hund………

……..myndir þú þá ekki eyða undir 10 þús. kr. og fá að vita með erfðagreiningum hvaðan hundurinn kemur? Eða viltu vita hvort kjötið sem þú neytir er nauta-, lamba-, svína- eða hvalkjöt? Hér er skemmtilegt viðtal í síðdegisútvarpi Rás 2 um erfðagreiningar á kjöti.

Nautakjöt sem var lambakjöt

Erla Ragnarsdóttir: Já, við ætlum fyrst að skoða ja…

Linda Blöndal: Svolítið skemmtilegt mál.

Erla: Já, svolítið skemmtilega sögu. Kona nokkur pantaði sér nautasteik á veitingahúsi sem að er svosem ekki í frásögur færandi. Hún finnur hinsvegar strax að þetta sé ekki nautakjöt og kvartar en fær lítil viðbrögð. Veitingamaðurinn er handviss um það að hann sé að bera þarna á borð nautakjöt. Steikin er semsagt nautasteik en konan lætur sér ekki segjast, er orðin viss um að hún sé að borða hvalkjöt og gengur hart að veitingamanninum og skilar kjötinu. Og veitingamaðurinn vill auðvitað fá niðurstöðu í málið.

Meira hér.

IS