Fréttir

Nautnir norðursins tilnefndar til Edduverðlauna

Þjónustuflokkur:

Aðrir þjónustuflokkar

Þátturinn Nautnir norðursins er tilnefndur til Edduverðlauna sem besti lífsstílsþáttur ársins 2014 en þátturinn er framleiddur af Sagafilm fyrir RÚV, NRK, YLE og Kringvarp í Færeyjum og er Matís meðframleiðandi þáttanna.

Þættirnir eru styrktir af NORA og Kulturraadet í Noregi, auk atvinnu- og nýsköpunarráðuneytis.

Ferðalangur er Gísli Örn Garðarsson leikari. Á ferð sinni um Grænland, Færeyjar, Ísland og Noreg hittir hann fjóra kokka frá löndunum fjórum og leiða þau hann í nýjan sannleik um hefðbundna matreiðslu og nýstárlega nálgun á hráefni úr heimahéraði.

Nánari upplýsingar um þættina má m.a. finna á Fasbók síðu þáttanna. Edduverðlaunahátíðin fer fram í Silfurbergi í Hörpu, laugardaginn 21. febrúar nk.

Nánari upplýsingar veitir Gunnþórunn Einarsdóttir hjá Matís.

IS