Fjölmargir nemendur voru í dag í líftæknismiðju Matís á Sauðárkróki til þess að taka verklega hluta sameindaerfðafræðikúrs við Háskólann á Akureyri, en kúrsinn er hluti af líftækninámi við skólann.
Guðrún Kristín Eiríksdóttir starfsmaður Matís á Sauðárkróki sendi okkur nokkrar myndir frá deginum. Fleiri myndir má sjá á Facebook síðu Matís.


